35. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 30. janúar 2024 kl. 09:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:31
Brynhildur Björnsdóttir (BrynB), kl. 09:00
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00

Bergþór Ólason og Berglind Guðmundsdóttir boðuðu forföll. Halldóra Mogensen tók þátt í fundinum með notkun fjarfundarbúnaðar til kl. 09:10, sbr. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa. Þá stýrði Eyjólfur Ármannsson fundi til kl. 09:10 fyrir hönd formanns.

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Lið frestað.

2) Framkvæmd fjölskyldusameininga palestínskra einstaklinga Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, og Arnar Sigurð Hauksson, Árna Grétar Finnsson og Gunnlaug Geirsson frá dómsmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 32. mál - fjölmiðlar Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Stefán Vilbergsson og Rósu Maríu Hjörvar frá ÖBÍ - réttindasamtökum. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 449. mál - almennar sanngirnisbætur Kl. 10:32
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kristínu I. Pálsdóttur og Kolbrúnu Kolbeinsdóttur frá Rótinni. Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 349. mál - vopnalög Kl. 11:05
Nefndin ræddi málið. Þá var tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 11:10
Halldóra Mogensen lagði fram svohljóðandi bókun: „Ég harma ákvörðun formanns nefndarinnar um að neita beiðni minnihlutans um opinn fund í nefndinni með forsætisráðherra vegna aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar gagnvart framkvæmd fjölskyldusameininga fólks frá Gasasvæðinu. Leikur vafi á því hvort neitun formanns standist þingskaparlög og starfsreglur fastanefnda þingsins og fer ég því fram á skriflegan rökstuðning fyrir neituninni. Ljóst er að framkvæmd fjölskyldusameininga er í höndum fleiri en eins ráðuneytis, þó lögin sem undir eru séu á forræði allsherjar- og menntamálanefndar. Af þessum sökum var óskað eftir því að forsætisráðherra yrði fengin til svara í nefndinni, í ljósi samhæfingarhlutverks hennar gagnvart ríkisstjórninni í heild.“

Dagbjört Hákonardóttir tók undir framangreinda bókun.

Þá óskaði Eyjólfur Ármannsson eftir því að haldinn yrði opinn fundur í nefndinni um fjarsölu á áfengi.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:14